Auglýsing

„Konan segir að ég megi ekki missa af fréttum, annars sé ég hálfergilegur og leiðinlegur“

„Auðvitað verð ég að segja fréttir því þær eru sjónvarpsefni og ég horfi daglega. Konan mín segir að ég megi helst ekki missa af fréttum því annars sé ég hálfergilegur og leiðinlegur. Ég veit ekki hvort það er rétt enda missi ég aldrei af fréttum.

Svo segir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, aðaleigandi Víkingamótaraðarinnar og eigandi Meðbyrs. Í nýju tölublaði Vikunnar er Einar kominn í fasta liðinn Afþreyingin, en þar kveðst hann vera í kröfuharðari kantinum þegar kemur að imbakassanum.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni á áskriftarvef Birtíngs.

Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

Einar heldur áfram: „Hvað sjónvarp varðar þá er ég rosalega kröfuharður enda mikið úrval af gæðaefni og engin ástæða til að horfa á drasl: The Morning show, Succession, Yellowstone, Ted Lasso eru nokkrir sem ég hef horft á. Sem betur höfum við Áslaug konan mín svipaðan smekk á sjónvarpi þannig að við horfum á þessa þætti saman.

Það má fylgja að ég veit ekki hvað fékk mig til að horfa á fyrsta á þáttinn á Yellowstone þar sem ég hafði litlar væntingar til þess að Kevin Kostner gæti gert eitthvað í dag sem ég myndi fíla en þessir þættir eru geggjaðir. Uppbygging leikarana á hlutverkunum í þessum þáttum og Succession er bara eitthvað annað og betra en maður er vanur að sjá.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing