Forsetakosningar fóru fram í gær og duttu síðustu tölur inn á áttunda tímanum í morgun. Guðni Th. Jóhannesson er endurkjörinn forseti Íslands með 92,2 prósent atkvæða, en mótframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson hlaut 7,8 prósent. Hér má sjá brot af umræðunni sem skapaðist á Twitter yfir kosningasjónvarpi Rúv í gærkvöldi.
Persónulega finnst mér að Guðmundur Franklin ætti að borga þessar 300 millur sem kosningarnar kosta. Svona þar sem hann bjóst aldrei við að vinna #kosningar #x20
— Jón Ágúst Eyjólfsson (@nonnigusti8) June 27, 2020
Gerum þessa kosningavöku skemmtilega #kosningar pic.twitter.com/apFqjhIzL6
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) June 27, 2020
Fyrstu tölur sína að Útvarp saga nær allt ad 10% hlustun í landinu #kosningar
— magnus bodvarsson (@zicknut) June 27, 2020
Spennan er rafmögnuð hjá útsendingastjórn #rúv #kosningar2020 pic.twitter.com/LQOAEOuBn3
— Heppinn Norðmaður (@bergur86) June 27, 2020
„Hver vegna eru örlagadísirnar að spinna þér þennan þráð?“ Spurning Heiðars Arnar, fréttamanns RÚV, til Guðmundar Franklín áðan. Ég ætla alltaf að spyrja börnin mín að þessu þegar þau gera einhver mistök í lífinu. #kosningar2020 #forsetakosningar
— Gisli F. Valdorsson (@gislivaldorsson) June 27, 2020
Ekki vissi ég að Halla Tómasdóttir væri í framboði… #kosningar2020
— Guðni Tómasson (@Gydnid) June 27, 2020
Vel gert Stōð2. Ég kláraði Shawshank Redemption áður en ég skipti á kosningasjónvarpið. Vissulega voru meiri líkur að Andy myndi ekki sleppa út en að Franklín yrði kosinn en samt. Vel gert. #kosningar2020
— Valur Gunnarsson (@valurgunn) June 27, 2020
Þessar kosningar voru s.s. bara dýrasta roadtrip sögunnar. Vonandi var gaman hjá þér Gúndi minn. #kosningar2020 #ruv
— Heimir Hannesson (@HeimirH) June 27, 2020
Er þetta enn einn sólarhringsþátturinn af Landanum? #kosningar2020
— Bragi Jonsson (@BragiJons) June 27, 2020
Ég er kominn í lopapeysuna og á leiðinni á tjaldsvæðið á Selfossi. Þar er mesta stuðið! #kosningar2020
— Maggi Peran (@maggiperan) June 27, 2020
78 mínútum eftir lokun kjörstaða er RÚV búið með allar góðu hugmyndirnar. #kosningar2020 pic.twitter.com/1hktgZxChx
— Heimir Hannesson (@HeimirH) June 27, 2020
Kosningasjónvarpið er í rauninni bara lengri útgáfa af Landanum. Hvar er Gísli Einarsson? #kosningar2020 #forsetakosningar
— Gisli F. Valdorsson (@gislivaldorsson) June 27, 2020
Má ekki bara endursýna kosningasjónvarpið 1987? #kosningar2020
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) June 27, 2020
Hvaða Twitter reikning þarf ég að @ til að biðja kosningavökuna að leiðrétta karllægan talsmáta sinn? ÞEIR í Hafnaðrfirði og ÞEIR í hinu og þessu kjördæminu eru ÞAU. #kosningar2020
— Sæunn I. Marinós (@saeunnim) June 27, 2020
Hvenær byrja skemmtiatriðin…? #kosningar2020 #kosningavaka
— Oddur J. Jónasson (@stjornuthydandi) June 27, 2020
Ég sé sjúklega eftir þessum peningum sem fóru í þessar kosningar nú á covidkrepputímum. Nú verður að fara af stað vinna sem herðir kröfur til forsetaframboðs. @Althingi #kosningar2020
— Sigursteinn Sigurðz (@gjafi_sigur) June 28, 2020
Þetta kosningasjónvarp var svolítið eins og Titanic. Rose og Jack voru þarna og þú vissir hvernig þetta endaði… #kosningar2020 pic.twitter.com/Q5rVoB7oiZ
— Heppinn Norðmaður (@bergur86) June 28, 2020
Hamraborgin er frábært lag en má ég samt frekar fá umfjöllun um tölfræði og frekari samræður milli Boga og Óla um fyrri kosningar…… Fuck nú kemur bein útsending frá tjaldsvæði á Selfossi…… Wtf #kosningar2020
— Hallgrímur Viðar Arnarson (@HVArnarson) June 27, 2020
Nú vantar bara viðtal við hundaræktandann sem seldi foreldrum Guðna hvolp árið 1981 svo að kosningasjónvarp RUV verði leiðinlegri. #kosningar2020
— Hallgrímur Viðar Arnarson (@HVArnarson) June 27, 2020
Ég sakna Ástþórs. Þetta er öðruvísi án hans #kosningar2020
— Birna Birgis (@berniebee9) June 27, 2020
Never break character. #kosningar2020 pic.twitter.com/8IaVHiOj4S
— Gisli F. Valdorsson (@gislivaldorsson) June 27, 2020