Auglýsing

Kristján S. Níelsson:„Ég kom út úr skápnum árið 2011 þegar ég byrjaði að lyfta“

Kristján S. Níelsson er 27 ára gamall aflraunamaður og hefur unnið að því síðustu 10 árin að verða sterkasti maður Íslands.

Kristján, sem er samkynhneigður, segist aldrei hafa fundið fyrir fordómum vegna kynhneigðar sinnar.

„Ég kom út úr skápnum árið 2011 þegar ég byrjaði að lyfta. Ég átta mig á þessu um fjórtán ára og barðist svo sem ekkert við þetta. Ég er það þrjóskur að þegar eitthvað byrjar að bögga mig þá bara ákvað ég að drífa þetta af. Ég kláraði þetta á einum degi, að láta alla vita. Fólk tók þessu vel en margir voru vel sjokkeraðir,“ segir Kristján.

„Ég var svo sem ekkert að auglýsa þetta enda kemur þetta sportinu lítið við. En það vissu þetta allir hér í lyftingasalnum. Hér var þessu bara tekið venjulega og ekkert vesen. Ég var ekkert hræddur um að þetta yrði eitthvað vesen, en þetta fer eftir karakter. Ég er aldrei hræddur um að neitt verði eitthvað vesen.“

Ísland í dag hitti Kristján á dögunum og má sjá innslagið hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing