Auglýsing

Krónan úthlutar sjö milljónum í samfélagsstyrki

Krónan hefur nú úthlutað um sjö milljónum króna til 25 verkefna í formi samfélagsstyrkja til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar.

Í ár bárust 111 umsóknir þar sem 25 þeirra hlutu styrk. Verkefni sem fengu styrk á landsbyggðinni voru 17 talsins og voru verkefnin átta á höfuðborgarsvæðinu.
 

Að sögn Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með uppgangi þeirra verkefna sem hafa hlotið samfélagsstyrki Krónunnar í gegnum árin. 

 

„Við hjá Krónunni erum afar glöð með fjölda og gæði styrktarumsókna í ár og greinilegt að mikill metnaður er lagður í þau verkefni sem snúa að lýðheilsu og hreyfingu barna og ungmenna, sem og uppbyggingu í okkar nærsamfélagi, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Það er okkur sönn ánægja að leggja þessum aðilum og verkefnum lið í þeirra vegferð. Eins er virkilega gaman að veita nú styrki á Akureyri í fyrsta sinn þar sem við munum opna okkar fyrstu verslun á Norðurlandi á næsta ári,“ bætir Ásta við.

 

Opnað verður fyrir umsóknir fyrir næsta styrktarár á heimasíðu Krónunnar 1. maí 2022. Umsóknarfrestur verður til og með 31. ágúst 2022.

 

Verkefnin sem hlutu styrk í ár eru: 

·         Muninn kvikmyndagerð á Akranesi, fyrir Jólagleði í Garðalundi. 

·         FVA á Akranesi, fyrir Heilsuviku. 

·         Blakdeild KA á Akureyri, fyrir þjálfaranámskeið til að tækla einelti, samskipti, kvíða og fleira hjá börnum. 

·         KA og KA/Þór á Akureyri, fyrir handknattleiksdeild barna. 

·         Stjarnan í Garðabæ, fyrir handknattleiksdeild barna. 

·         Haukar körfubolti í Hafnarfirði, fyrir körfuboltaþjálfun fatlaðra. 

·         Leiklistarfélag Setbergsskóla í Hafnarfirði, fyrir sýningahald. 

·         Rafíþróttadeild Dímonar á Hvolsvelli, fyrir uppbyggingu á rafíþróttadeild. 

·         Afrekshugur á Hvolsvelli, fyrir afsteypu af styttu Nínu Sæmundsdóttur í miðbæ Hvolsvallar. 

·         HK í Kópavogi, fyrir Krónumót yngri flokka í knattspyrnu. 

·         Frjálsíþróttadeild Aftureldingar í Mosfellsbæ, fyrir kaup á áhöldum og uppbyggingu. 

·         Ólafur Arason á Reyðarfirði, fyrir gróðursetningu á birkiplöntum í reit Skógræktarfélags Reyðarfjarðar. 

·         Hrafnkell Freysgoði á Breiðdalsvík, fyrir sparkvelli. 

·         Heilsueflandi grunnskólar í Reykjanesbæ, fyrir Sterkari út í lífið. 

·         Heiðarskóli í Reykjanesbæ, fyrir uppbyggingu á útikennslusvæði í Gryfjunni. 

·         Fram í Reykjavík, fyrir handknattleiksdeild barna. 

·         Listhlaupadeild Fjölnis í Reykjavík, fyrir kaup á búnaði og þjálfaranámskeið. 

·         Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi, fyrir búnaði og uppbyggingu. 

·         Dansakademían á Selfossi, fyrir fyrstu nemendasýningu nýs dansskóla. 

·         Sundfélag ÍBV í Vestmannaeyjum, fyrir sunddeild barna. 

·         Listasmiðja náttúrunnar í Vestmannaeyjum, fyrir myndlistarnámskeið barna þar sem áhersla er lögð á sköpun sem er samtvinnuð við náttúru og útiveru. 

·         Foreldrafélag leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn, fyrir kaup á Bambahúsi til að rækta grænmeti. 

·         Ægir í Þorlákshöfn fyrir knattspyrnudeild barna. 

·         Björgunarsveitin Víkverji í Vík, fyrir uppbyggingu. 

·         Tindur í Reykjavík, fyrir Krónu sparkhjólamót barna. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing