Tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson sendi á dögunum frá sér nýtt lag og myndband. Lagið ber heitið Frozen Teardrops og er einskonar kántrý rokk lag.
,,Textinn i laginu er ekki á léttu nótunum en hann fjallar um utangarðsfólk í samfélaginu sem skortir ást, umhyggju og skilning og hvað götulífið hefur í för með sér. Með frosin tár á tómum maga biðja þau um hjálparhönd með oftast engum árangri vegna fordóma samfélagsins. Þau reika með vindinum nafnlaus og ósýnileg eins og útskúfaðir englar alheimsins,“ skrifar Krummi í færslu á Facebook.
Myndbandið gerist á einhverskonar felustað í eyðimörk þar sem fjölkynngi á sér stað. Seiðskrattar sem fremja seið í gegnum tónlist til þess að virkja innri sem ytri krafta.
.