Kvikmyndin End of Sentence, í leikstjórn Elfars Aðalsteins, fékk á dögunum sérstök dómnefndarverðlaun (Special Jury Awards) á 68 Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Mannheim-Heidelberg í Þýskalandi. Hátíðin er ein elsta og stærsta kvikmyndahátíð Þýskalands en um fimmtíu þúsund gestir sækja hana árlega heim. Kvikmyndin hefur undanfarna mánuði verið sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðunum í Edinborg, Tókíó, Tallinn og Stokkhólmi ásamt því að vera opnunarmynd RIFF nú í haust.
Á meðfylgjandi mynd situr Elfar fyrir svörum eftir sýningu myndarinnar á Mannheim-Heidelberg kvikmyndahátíðinni.