Auglýsing

Kvikmyndin Berdreymi – Sjáðu fyrsta sýnishornið!

Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu. Einn daginn ákveður Addi að taka eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vinahóp slagsmálahunda. Án eftirlits, leika strákarnir sér að valdbeitingu og ofbeldi en kynnast einnig djúpri vináttu. Þegar hegðun strákana stigmagnast yfir í lífshættulega atburði, fer Addi að upplifa eigin skynjanir. Mun innsæi hans beina vinunum á öruggari braut eða munu strákarnir sökkva lengra inn í heim ofbeldis?

Aðalhlutverk: Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson og Snorri Rafn Frímannsson.
Fleiri leikarar: Aníta Briem, Ólafur Darri Ólafsson og Ísgerður Gunnarsdóttir
Leikstjórn og handrit: Guðmundur Arnar Guðmundsson
Framleiðendur: Anton Máni Svansson fyrir hönd Join Motion Pictures, en myndin er samstarfsverkefni fimm landa með meðframleiðendur frá Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Tékklandi.

Berdreymi verður heimsfrumsýnd á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín í dag. Hún verður svo frumsýnd hér á landi 22. apríl næstkomandi.

Myndin er önnur kvikmynd Guðmundar Arnars í fullri lengd á eftir hinni margverðlaunuðu Hjartasteinn sem vakti mikla lukku meðal landsmanna og fór sigurför um kvikmyndahátíðir heims í kjölfar heimsfrumsýningar í Feneyjum 2016.

Í samtali við Verity segir Guðmundur Arnar um Berdreymi: Þetta er saga um vináttu, von og flóknar tilfinningar. Um hóp drengja sem upplifa sig utangátta en sækja í stuðning frá hvor öðrum. Berdreymi vekur upp spurningar á borð við: „Hvað er sönn vinátta? Geta strákar sem virðast hafa slæm áhrif á hvorn annan samt verið vinir? Hvert er mikilvægi þess að hlusta á eigið innsæi?“

Viðtalið má lesa í heild sinni hér

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing