Auglýsing

LAG EFTIR LAG

Lag eftir lag er tilraun til að skoða hvað gerist þegar tíu dansarar mæta tíu ólíkum lögum – hvað þessi tilteknu lög skilja eftir eða kalla fram í líkömum þessara tilteknu dansara og um leið hvað dansararnir kalla fram í lögunum. Í gegnum óteljandi spuna framkölluðust lögin smám saman í dönsurunum og þessi samsetning varð til, lag eftir lag.

Verkið er eftir Margréti Bjarnadóttur og unnið með dansflokknum Forward. Verkið hefur verið sýnt aðeins einu sinni og hefur fengið frábærar viðtökur.

Um aðstandendur:

Danshöfundur: Margrét Bjarnadóttir

Dansarar:Alma Kristín Ólafsdóttir, Andrea Urður Hafsteinsdóttir, Anna Margrét Stefánsdóttir, Emilie Anne Jóhannsdóttir, Guðrún Mist Hafsteinsdóttir, Karen Eik Þórsdóttir, María Kristín Jóhannsdóttir, Marta Ákadóttir, Olga Maggý Erlendsdóttir, Rebekka Guðmundsdóttir.

Ljósmynd: Carlo Cupaiolo

Verkið er styrkt af Dansverkstæðinu.

Margrét Bjarnadóttir útskrifaðist af danshöfundadeild ArtEZ Hogeschool voor de Kunsten í Arnhem, Hollandi, árið 2006 og stundaði meistaranám í ritlist við HÍ árið 2012 – 2015. Hún vinnur í ýmis form og ólíka miðla, einna helst á sviði dans, myndlistar og skrifa. Nánari upplýsingar um verk Margrétar: www.maggabjarnadottir.com

Forward with dance er danshópur fyrir dansara á aldrinum 18-25 ára. Með Forward, geta ungir dansarar sem hafa góða grunn í dansi,  haldið áfram að þróa tæknina, kunnáttu sína á skapandi vinnu og aðferðir með því að semja og dansa með ólíkum danshöfundum. Á hverri önn í fjölbreyttum verkefnum og skapa dansverk fyrir listahátíðir bæði innanlands og utanlands. Danshópurinn er rekinn af Dansgarðinum.

dansgardurinn.is/

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing