Tónlistarkonan Guðný María Arnþórsdóttir var að senda frá sér nýjan smell sem ber heitið Mömmu strákur.
Aðspurð um hvaðan innblásturinn fyrir lagið kom segir Guðný:
„Mér finnst oft miklar ranghugmyndir um bæði kynin. Sem hjálpar engum, því allir eru sérstakir. Umræðan virðist vera föst í „stöðuveitingum auðvaldskvenna“ á meðan að verið er að brjóta mannréttindi á okkur stelpunum og mismuna árið 2021. Eins og ekkert hafi breyst og drengir aldir upp ennþá sem „hvitir“ en stelpur sem „svartar“. Stelpur berjast oftast fyrir drengjum á meðan að verið er að brjóta sem mest á þeim sjálfum. Eins og við eigum ennþá að þegja og hlýða. Ábyrð er stöðugt rifin af drengjum en við stelpurnar eigum að bera ábyrð á flestu, jafnvel ofbeldi gegn okkur. Þess vegna finnst mörgum karlmönnum litið til sin koma, og sýna bæði yfirgang og hroka, í vanmati þeirra á þeim sjálfum.“
„Það er gott að geta brosað að þessu á leið okkar til betra og jákvæðara samfélags fyrir okkur öll, þar sem hverjum og einum er kennt að bera ábyrð á sér, án tillit til kyns.
Takk fyrir að hlusta, love you all.“