Auglýsing

Langaði að verða Elizabeth Bennet

Sunna Dís Másdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir áhugaverða og vel ígrundaða bókadóma í þættinum Kiljunni. Hún fæst líka við að skrifa sjálf og skáldsagan Olía er meðal verka í bókaflóðinu nú fyrir jólin. Svikaskáldin skrifa hana saman en Sunna Dís er ein þeirra. Vikan ákvað að reka nefið í hvaða bækur svikaskáldið væri að lesa núna.

Hægt er að lesa viðtalið við Sunnu Dís og nýjasta tölublað Vikunnar á áskriftarvef Birtíngs.

Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.


Hvaða bók er á náttborðinu þínu núna?
„Það er aldrei bók í eintölu á náttborðinu mínu og náttborðið er varla í eintölu heldur, staflinn teygir sig niður á gólf og upp í glugga. En á meðal þeirra sem eru í staflanum/hrauknum/hrúgunni eru nýja bókin hennar Sally Rooney, Beautiful World Where Are You, skáldsagan Kynslóð eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur og ljóðabókin Tanntaka eftir Þórdísi Helgadóttur, sem er eitt af mínum allramestuppáhaldsskáldum. Heppin ég að fá að vera í Svikaskáldum með henni,“ segir Sunna Dís.

Áttu þér uppáhaldsbók eða bók sem þú lest aftur og aftur?
„Ég held ég sé hætt að lesa bækur aftur og aftur, það er svo margt spennandi að lesa! En á unglingsárum las ég Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen bara í samfellu, um leið og ég var búin byrjaði ég upp á nýtt. Ég ætlaði að verða Elizabeth Bennet þegar ég yrði stór.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing