Auglýsing

Leggur fram þá tillögu að leggja niður mannanafnanefnd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur lagt fram þá tillögu að leggja niður mannanafnanefnd.

Sú tillaga kemur til vegna frumvarps sem nú er til umsagnar í samráðsgátt og í þessu frumvarpi eru áform um fullt frelsi til nafngiftar.

„Það er mín skoðun að réttur fólks til að ráða sínu nafni og barna sinna eigi að vera ríkari en réttur samfélagsins til að takmarka þann rétt. Ég er að leggja fram ákveðin áform um fullt frelsi í þessum málum og þigg allar ábendingar um þá gerð,“ segir Áslaug Arna.

Þetta myndi þýða að upptaka ættarnafna yrði leyfð, að ekki þyrfti að vera hefð fyrir nafninu og það þyrfti ekki að fylgja reglum íslenskunnar.

Nöfn verði þá í raun undanskilin íslenskri stafsetningu en þó yrði gerð krafa um að nöfnin fylgi latneska stafrófinu. Við gætum því séð nöfn eins og Cesar, Zigrún og Sigwaldi.

„Ég hef talað við fólk sem líður illa eða lendir í vandræðum því það getur ekki breytt eftirnafni eða fornafni vegna þessara reglna. Að auki held ég að þær séu ekki í samhengi við almenn viðhorf í samfélaginu.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing