Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann muni leggja það til við heilbrigðisráðherra að krár og skemmtistaðir á höfuðborgarsvæðinu verði lokuð í viku til viðbótar, eða út sunnudag 27. september.
Núverandi lokun á þessum stöðum tók gildi á föstudaginn og gildir út morgundaginn, mánudag 21. september. Er þetta liður í þeim aðgerðum stjórnvalda sem snúa að því að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Þórólfur telur ekki tilefni til að grípa til harðari aðgerða að svo stöddu.