Auglýsing

Leigjendur félagsins fá fría leigu í tvo mánuði

Tugir leigjenda hjá leigufélaginu Þórsgarði fengu gleðifréttir í fyrradag þegar þeir fengu símtal þess efnis að leigufélagið hygðist veita leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði.

Framkvæmdarstjóri félagsins, Eygló Agnarsdóttir, hringdi í leigjendur og tilkynnti þeim þetta.

„Ég er búin að eyða parti úr deginum í það að hringja í alla okkar leigjendur, eða þá sem ég hef náð í, til að tilkynna þetta og það er bara ótrúlegt þakklæti,“ sagði hún í Reykjavík síðdegis.

„Við viljum koma til móts við okkar leigjendur og gera það sem við getum gert og við ákváðum að gefa öllum okkar leigjendum fría leigu í tvo mánuði. Við erum með fjöldann allan af leiguhúsnæði, bæði íbúðir og skrifstofuhúsnæði og fleira, þannig að þetta á bara við um alla okkar leigjendur.“

Hún segir félagið hafa viljað leggja sitt af mörkum í þessum óvissutímum og að ákvörðunin hafi verið auðveld.

„Við viljum bara hugsa vel um fólkið okkar og eins og ástandið er í dag og það þarf kannski ekkert að minnast meira á það. Það eru allir hræddir og kvíðnir í þessu ástandi og við ákváðum bara að gera það sem við gátum til að hjálpa okkar fólki. Ég vona bara að það komi fleiri á eftir sem hafa getu til að gera eitthvað svona álíka fyrir sitt fólk þannig ég vona að þetta geti látið eitthvað gott af sér leiða.“

Þetta kemur fram á vef vísis

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing