*Frétt uppfærð: STÚLKAN ER FUNDIN!
Hin átján ára gamla Thelma Líf Ingadóttir, sem búsett er á Spáni, gekk út af sjúkrahúsi í Alicante snemma í gærmorgun og hefur ekkert spurst til hennar síðan.
Talið er að hún hafi yfirgefið sjúkrahúsið um klukkan 5.30 um morguninn og skildi hún eigur sínar eftir, tösku með skilríkjum og síma.
„Ef einhver sér hana, ef einhver sér einhverja sem líkist henni, hafið samband við Policia Locale eða Guardia Civil sem allra fyrst, þeir vísa henni strax til mín. Þetta er óeðlilegt og hún skildi eftir meðal annars mjólk og öll skilríki og símann sinn á sjúkrahúsinu og það var miði með símanúmerinu mínu og símanúmeri móður hennar í töskunni þar sem allt dótið hennar er. Þannig náði sjúkrahúsið að hafa samband við okkur,“ sagði Ingi, faðir Thelmu, í samtali við DV