Dómsmálaráðherra Danmerkur, Nick Hækkerup, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að Íslendingar, Norðmenn og Þjóðverjar sem ferðast til Danmerkur í sumar fái að gista í Kaupmannahöfn.
En þegar tilkynnt var að Íslendingar mættu ferðast til Danmerkur frá 15. júní var tekið fram að það mætti ekki gista í Kaupmannahöfn eða Frederiksberg, einungis fara þangað í dagsferðir. Það hefur nú verið dregið tilbaka og verður heimilt að gista í borginni eftir allt saman.