Auglýsing

Leynilöggan seld til Þýskalands, Japan, Spánar og Kóreu!

Leynilöggan heldur áfram að heilla heimsbyggðina því nú hefur breska framleiðslu-og sölufyrirtækið Alief selt Leynilögguna til fjölmargra svæða í Evrópu og Asíu og því ljóst að sigurför myndarinnar er rétt að byrja. Leynilöggan hefur gengið fyrir fullum kvikmyndahúsum hér á landi alla vikuna og jákvætt umtal í hæstu hæðum. 
 
Brett Walker, forstjóri Alief, er gríðarlega spenntur: „Leynilöggan er svo sjaldgæf mynd og alls ekki algengt að finna svona drepfyndna mynd. Þetta er mynd fyrir alla sem elska allt ´90s og þessar sígildu spennumyndir með þennan ´Die Hard´anda. Stórkostleg frumraun.“
 
Miguel Govea, framkvæmdastjóri framleiðslu-og dreifingar hjá Alief bætir við: „Leynilöggan er æðislega öðruvísi spennumynd með stórt hjarta sem höfðar til breiðs markhóps sem vill fara í bíó til að skemmta sér.“
 
Leynilöggan verður svo frumsýningarmyndin á Norrænum dögum á Kvikmyndahátíðinni í Lubbeck, Þýskalandi 3.nóvember n.k. en MFA Plus Film dreifingarfyrirtækið hefur tryggt sér réttinn á myndinni á þýskumælandi svæðum og stefnir að frumsýningu á næsta ári.
 
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing