Hver er lykillinn að langlífi og hvað gera langlífustu þjóðir heims til að ná háum aldri og almennu heilbrigði?
Í annarri þáttaröð af Lifum lengur ferðast Helga Arnardóttir til þriggja landa sem kallast The Blue Zones og hafa verið skilgreind langlífustu svæði heims. Þetta eru gríska eyjan Íkaría, ítalska eyjan Sardinia og smábærinn Loma Linda í Kaliforníu.
Einnig sækir Helga langlífa Íslendinga heim og ber saman lífsstíl þeirra við lífsstíl langlífustu þjóða heims.
Fjallað verður nánar um langlífi á eyjunni Sardiniu í Lifum lengur fimmtudagskvöld kl. 20:20 í opinni dagskrá en þáttaröðin er komin í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium.