Sá einstaklingur sem greindist utan sóttkvíar í gær, liggur á gjörgæslu Landspítalans og er í öndunarvél. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl
Þórólfi þykir líklegt að einstaklingurinn hafi verið lasinn í einhvern tíma, þar sem að veikindin eru komin á þetta stig. Ekki hefur gengið vel að rekja smitið að sögn Þórólfs, enda erfitt að fá upplýsingar hjá fólki sem er í öndunarvél.
„Þannig að rakningin þar er heldur snúnari en vanalega,“ segir Þórólfur.
„Þetta er hluti af því sem við erum alltaf að tala um, að biðla til fólks að hafa hægt um sig ef það finnur fyrir veikindum og fara í sýnatöku,“ segir hann.