Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um líkfund í Breiðholti.
Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Dalvegi, staðfestir í samtali við mbl að miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinni nú að því að bera kennsl á líkið.
Allt bendir til þess að líkið hafi verið í nokkra mánuði þar sem það fannst en það fannst í gróðurlendi í Breiðholti.