Auglýsing

List sem hægt er að borða!

Laugardaginn 20 febrúar næstkomandi opnar mexíkóski listamaðurinn, Hugo Llanes, sýningu um sögur sem matur segir í Hamraborginni. Sýningin Lognið og stormurinn er næstum það sama er í sal menningarrýmisins Midpunkt næstu tvær helgar, en þar mun Hugo kanna listræna möguleika eldamennskunnar og matvælaframleiðslu. Maturinn er skoðaður sem félagslegt, menningarlegt og jafnvel pólitískt fyribæri, saga hans og ímynd skoðuð til að skapa eins fjölbreytta upplifun og hægt er úr næringarríkum efnivið.
Hugo kláraði meistaranám við Listaháskóla Íslands í fyrra. Hann lærði myndlist í Vera Cruz áður en hann fór til Mexíkó-borgar, Lundúna og loks Íslands, og hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis, en þetta er fyrsta einkasýning hans hér á landi.
Midpunkt er sjálfstætt listamannarekið menningarrými sem sérhæfir sér í alþjóðlegri og framúrstefnulegri list, listarinnar vegna. Aðstandendur þess eru Ragnheiður Bjarnarson, Snæbjörn Brynjarsson og Joanna Pawlowska. Þess má geta að inn á Instagram-síðu Midpunkt má komast í kynni við fjölmarga unga og upprennandi listamenn sem taka þátt í fjar-residensíu rýmisins.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing