Auglýsing

Listamenn frá Síberíu á friðarsamkomu í Hvalfirði á laugardaginn

Það verður haldin friðarsamkoma á Hernámssetrinu að Hlöðum Hvalfjarðarströnd á laugardaginn milli 13:00 og 15:30.

Þessi samkoma er til minningar um þá sem tóku þátt í skipalestunum frá Hvalfirði í seinni heimsstyrjöldinni og áttu ekki afturkvæmt. Hópur listamanna frá Yakut í Síberíu kemur á Hernámssetrið og fræðir okkur um sögu Yakut fólksins í seinni heimsstyrjöldinni og um arfleifð Yakutia fólksins á þessum norðlægum slóðum. Á dagskránni verður fjallað um seinni heimsstyrjöldina og þátttöku Yakut þjóðflokksins í henni.

Þetta verður blessunar- og friðarathöfn með dansi og tónlist. Frægasti Gyðingahörpu (khomus) leikari frá Yakut mun kynna hljóðfærið og leika nokkur verk sem þykja heillandi og andleg.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing