Auglýsing

LISTAMENN SAMEINAST Í BÍÓ PARADÍS TIL AÐ STYÐJA ÚKRAÍNU

LISTAMENN SAMEINAST – EINSTAKT LISTUPPBOÐ Í BÍÓ PARADÍS SUNNUDAGINN 13. MARS KL 14:00 – 21:00

BÍÓ PARADÍS SÝNIR FRAMLAG ÚKRAÍNU TIL ÓSKARSINS – ALLT MIÐAVERÐ RENNUR ÓSKIPT TIL ÚKRAÍNU.

Listamenn hafa sameinast um að styðja við Úkraínu með listuppboði í Bíó Paradís á sunnudaginn 13. mars frá kl 14:00 til kl 21:00. Þetta er einstakt tækifæri til að kaupa listaverk og láta gott af sér leiða fyrir hörmungarnar sem nú standa yfir í Úkraínu.

Það eru listamennirnir Julia Mai Linnéa Maria og Alexander Zaklynsky sem standa fyrir viðburðinum „Art Auction for Ukraine,“ sem er átak til að hjálpa á þann eina hátt sem þau geta – í gegnum list. Þau héldu fyrsta uppboðið með engum fyrirvara síðustu helgi í Galleríi Port og á Vínstúkunni Tíu Sopum og söfnuðu hvorki meira né minna en 1,2 milljónum krónum fyrir Úkraínu. Nú á að bæta um betur og á meðal þeirra listamanna sem taka þátt í uppboðinu eru:

Auður Lóa Guðnadóttir

Þorvaldur Jónsson

Alexander Zaklynsky

Árni Már Erlingsson

Hákon Pálsson

Aðalheiður Þórhallsdóttir

Julie Sjofn Gasiglia

Julia Mai Linnéa Maria

Comfortable Universe

Davíð Örn Halldórsson

Steingrímur Eyfjörð

Anna Story

Kristin Morthens

Hildur Ása Henrýsdóttir

Laima Ūdre

Eva Schram

 Til að loka uppboðinu kl 21:00 mætir enginn annar en Jón Gnarr sem hamra mun inn tilboðin af miklum móð og þetta ætti enginn listunnandi að láta framhjá sér fara.

Bíó Paradís sem eini meðlimur EUROPA CINEMAS á íslandi rennur einnig blóðið til skyldunnar og sýnir framlag Úkraínu til Óskarsins 2022 kl 15:00. Kvikmyndin REFLECTION gefur raunverulega innsýn inn í hryllinginn sem stríðið í Úkraínu hefur verið síðustu ár og hvaða áhrif það hefur á venjulega borgara þessa lands. Merkileg og raunsönn mynd þar sem allt miðaverðið rennur óskipt til stuðnings Úkraínu.

Bíó Paradís bætist þar með í hóp listabíóa sem hafa opnað dyr sínar fyrir viðburðum til styrktar Úkraínu og má nefna það að systurbíó Bíó Paradísar í Slóvakíu er búið að breyta í neyðarskýli, en Bíó Paradís og Kino Usmev vinna náið saman að verkefni sem varir næsta árið í Bíó Paradís og kallar á mörg ferðalög til Kino Usmev.

Fleiri vinabíó Paradísar eru í sömu sporum og má lesa um það hér:

https://www.europa-cinemas.org/en/news/network-highlights/02stand-with-ukraine

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing