Dagana 4-8. september stendur yfir hátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ og var hátíðin formlega sett í gærkveldi í skrúðgarðinum við Suðurgötu í Keflavík.
Þetta er stórkostleg menningar og fjölskylduhátið með yfir 150 viðburði um allan bæinn og er þetta í 20. sinn sem hátíðin er haldin.
Á laugardagskvöldinu verður blásin til tónlistarveislu á stóra sviðinu við Hafnargötu þar sem fram koma meðal annars, Herra Hnetusmjör, Emmsje Gauti og Salka Sól.
Kvöldið endar svo með björtustu flugelda sýningu landsins hvorki meira né minna.