Lauren Charnow, Alice Demurtas og Ástríður Ólafsdóttir skipa lista- og loftfimleikahópinn Kría Aerial Arts. Dagana 30.júni, 1., 10., og 15. júlí klukkan 20:00 verður hópurinn í Tjarnarbíói með sýninguna GAME ON.
Til að auka á áskorunina verður á sýningunni líkt eftir viðmóti tölvuleiks og áhorfendum boðið að taka þátt í sköpun sögusviðsins með því að velja á milli ólíkra atburðarása. En mun áhorfendum takast að beina söguhetjunum aftur til raunveruleikans eða munu þær festast í viðjum sýndarveruleikans að eilífu?
„Ekki missa af þessu stórkostlega sjónarspili þar sem hver sýning er einstök og atburðarásin getur breyst milli daga. Taktu þátt í að beina persónunum í rétta átt: örlög þeirra eru nú í þínum höndum,“ segir í tilkynningu.
Miðaverð er 4000 krónur og fer miðasalan fram á tix.is