Logi Bergmann fer á æskuslóðirnar með hinni einu sönnu Sigríði Beinteinsdóttur í næsta þætti af Með Loga.
Sigga hefur verið töffari frá því löngu áður en hún kom fyrst fram. Þau Logi leita að grunni æskuheimilis hennar, ræða þetta með skápinn og að vera það sem maður er, feimnina í fyrstu og frægðina sem kom á nær einni nóttu, álagið, alvarleg veikindi, rauða kjólinn og hvar hún væri ef tónlistin hefði ekki tekið völdin í lífi hennar.
Þátturinn kemur í Sjónvarp Símans Premium fimmtudaginn 25.febrúar og er sýndur sama dag kl. 20 í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.