Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af veitingastað í Kópavogi skömmu fyrir klukkan 1 í nótt vegna brota á sóttvarnalögum og samkomutakmörkunum.
Lítið var um sóttvarnir á staðnum og reglur um lokunartíma ekki virtar. Samkvæmt núgildandi reglum mega veitingastaðir einungis hafa opið til klukkan 23 á kvöldin og ekki hleypa nýjum gestum inn eftir klukkan 22. Veitingastaðurinn má eiga von á sekt.