Auglýsing

Louvre-safnið lokað í dag vegna kórónuveirunnar

Hið fræga Louvre safn í París var lokað í dag vegna ótta við kórónuveiruna,

Þessi ákvörðun var tekin eftir að ríkisstjórn Frakklands ákvað að banna fjöldasamkomur innandyra af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Hluti af starfsfólki safnsins hafði neitað að vinna vegna ótta við smit og kallaði eftir fundi með yfirmönnum sínum.

„Við erum mjög áhyggjufull enda fáum við gesti allstaðar að úr heiminum. Áhættan er mikil. Þótt að það sé ennþá enginn smitaður af starfsfólki safnsins, er þetta bara tímaspursmál.“ segir Andre Sacristin, starfsmaður safnsins og talsmaður starfsfólksins, í samtali við apnews

Safnið hafði áður tilkynnt að það yrði opnað í seinna fallinu í dag og hafði röð fólks safnast fyrir framan safnið. Höfðu sumir beðið í hátt í 3 klukkustundir þegar tilkynnt var að safnið yrði lokað í dag.

Annar fundur starfsmanna Louvre er fyrirhugaður á morgun, mánudag.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing