Um klukkan 20 í gærkvöldi handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu karlmann í miðbænum.
Samkvæmt lögreglu ók maðurinn bifreið sinni á móti umferð á Laugarvegi. Með þessum rúnti sínum var maðurinn að brjóta sóttvarnarreglur en hann átti að vera í einangrun vegna COVID-19 smits.
Lögregla fylgdi manninum heim til sín en hann má eiga von á sekt vegna málsins.