Málþingið „Frá upphafi til enda – Plast í íslenskri matvælaframleiðslu“ fer fram á morgun, miðvikudaginn 30. september, kl. 17.00 – 18.30. Málþinginu verður streymt á facebook og Visir.is frá Veröld – Húsi Vigdísar.
Á málþinginu verður rætt um þær áskoranir og tækifæri sem eru til staðar í umbúðaþróun í íslenskri matvælaframleiðslu með tilliti til plastnotkunar. Sjónarhorn framleiðenda, seljenda, neytenda og móttökuaðila sorps fá að koma fram og umræður fylgja í lokin.
Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Plastlauss septembers, https://plastlausseptember.is/category/vidburdir/
eða á facebook viðburði málþingsins, https://www.facebook.com/events/364927257972360