Sýningin VERA í Listasal Mosfellsbæjar. Þetta er fyrsta einkasýning Iðu Brár Ingadóttur en hún hefur komið víða við í listsköpun sinni, t.d. hannað sviðsmyndir og búninga, tekið ljósmyndir og fengist við skrif.
Viðfangsefni sýningarinnar er millibilsástandið milli svefns og vöku. Iða Brá leitast til að umbreyta listrýminu í heilunarstað og skapa tilfinningu fyrir þyngdarleysi og djúpslökun. Til þess notar hún ýmsa miðla m.a. tölvuunnar ljósmyndir og hangandi marglyttur gerðar úr slæðum. Þessi sýning er ekki síður til að upplifa en að skoða.
Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur í Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2. Hann er opinn kl. 12-18 virka daga og kl. 12-16 laugardaga. Lokadagur sýningardagur er 25. júní. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.