Konurnar sex lögðu af stað frá höfninni í Dover núna klukkan 6 í morgun.
Þær hafa þurft að fresta sundinu síðustu daga vegna óhagstæðra veðurskilyrða en hópurinn stefnir á að synda boðsund yfir Ermasundið. Dagurinn í dag var jafnframt síðasta tækifæri þeirra til að hefja sundið. Sjá einnig:https://www.nutiminn.is/marglytturnar-synda-i-nott/
„Þær eru allar tilbúnar að fara í sjóinn,“ bætir hún við. Sigurlaug María Jónsdóttir var fyrsta Marglyttan sem stakk sér til sunds og gengur sundið vel hjá henni. „Það er ofboðslega fallegt veður og það er mikil ánægja hjá hópnum að hafa lagt af stað núna í morgun af því að núna ná þær að synda í björtu í allan dag.“
Áætlað er að sundið muni taka Marglytturnar sex um 16-18 tíma. Hver og ein Marglytta mun synda tvisvar til þrisvar sinnum í fyrirfram ákveðinni röð. Þetta kom fram á vef Mbl nú í morgun.