Tómas Steindórsson, Diskótekari og Barsvarsumsjónarmaður, hefur endurvakið umræðuna um hvaða lag hefði átt að vera framlag Íslands til evrópsku söngkeppninnar árið 2015. Tómas telur Maríu verðskuldaðan sigurvegara.
uffff þessi "mímímí hvað er að okkur sem þjóð afhverju sendum við ekki frikka dór í eurovision mímí" likehunt tugga er orðin illa þreytt??? drottningin var bara langbest í finals 2015, pakkaði friðrik dór saman í lokarennslinu. DEAL WITH IT pic.twitter.com/vWD5PcKB0V
— Tómas (@tommisteindors) January 14, 2019
Umræðan, sem á sér stað á Twitter, er kurteis en ákveðin og eru eðlilega skiptar skoðanir á þessari staðhæfingu Tómasar. Hún er ekki einskorðuð við þau tvö, heldur barst einnig til umræðu lagið Í kvöld, sem var framlag Elínar Sifjar Halldórsdóttur.
Hot take:
Í kvöld var besta lagið í keppninni og hefði átt að vinna— Gunnjónúar (@Gunnnonni) January 15, 2019
Færslan er líklega svar við þekktu jarmi (meme) sem hefur reglulega skotið upp kollinum og haldið því fram að það voru mistök að senda ekki lag Friðriks, Í síðasta skipti.
Lestu bara það sem stendur á fokking spjaldinu!!! #ófærð pic.twitter.com/92rHHnfVSw
— Atli Fannar (@atlifannar) January 14, 2019
Hér eru framlögin sem um er deilt frá undankeppninni 2015.