Auglýsing

Matarhátíð á Skólavörðustíg

Á laugardaginn næstkomandi, 14.september, verður haldin í áttunda sinn matarhátíðin Reykja­vík Food Festi­val.

Upphaflega byrjaði þetta sem beikonhátíð en hefur nú þróast í alhliða matarhátíð.

„Stemn­ing­in er alltaf gríðarlega skemmti­leg og það er svo gam­an að sjá hvað mat­ur teng­ir fólk sam­an. Það er svo mik­il gleði og gam­an að sjá hvað all­ir eru til­bún­ir að leggja hönd á plóg,“ seg­ir Árni en hátíðin er hald­in í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg og Sam­tök iðnaðar­ins auk fjölda fyr­ir­tækja.

Alls munu tólf veitingastaðir úr borginni bjóða upp á veitingar gegn vægu gjaldi. Hægt verður að kaupa fjóra miða á 1500 krónur. Ágóði af miðasölunni í ár rennur til góðgerðamála og eru það Barna­menn­ing­armiðlun Ný­l­ista­safns­ins og Ein­hverf­u­sam­tök­in sem hljóta styrkinn.

Þeir veit­ingastaðir sem verða með veit­inga­bása á hátíðinni eru Kol, Sjáv­ar­grillið, Mat­ar­kjall­ar­inn, Fjár­húsið, Loki, Salka, Krúa Thaí, Block Burgers, Himalay­an Spice og Eld­ur og ís auk tveggja veit­inga­bása banda­ríska meist­ara­kokks­ins Doms Iannar­ell­is frá Iowa.

Þetta kom fram á vef Mbl.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing