Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk um eittleytið í nótt, tilkynningu um ungan mann sem talinn var vera með byssu,
Um var að ræða 17 ára pilt sem var farþegi í bíl sem lagt var fyrir utan skólaball í hverfi 105. Drengurinn hafði í hótunum við lögreglumenn og var færður á lögreglustöð þar sem hann var síðan sóttur af foreldri. Rætt var við drenginn að foreldri viðstöddu þar sem hann viðurkenndi að hafa verið að fíflast með loftbyssu og að hún ætti að vera í bifreiðinni.
Málið verður tilkynnt til barnaverndar að því er segir í dagbók lögreglu.