Auglýsing

„Mér líður eins og ég hafi unnið Gettu Betur!“

Kviss er stórskemmtilegur spurningaþáttur á Stöð 2, í umsjón uppistandarans og sjónvarpsmannsins Björns Braga Arnarssonar, þar sem þekktir Íslendingar keppa fyrir hönd íþróttafélaganna sem þeir styðja.

Þótt liðin skiptist eftir íþróttafélögum er ekki um íþróttaþátt að ræða, heldur eru spurningar úr öllum áttum. Keppendur eru ekki íþróttafólk heldur nægir að þeir hafi alist upp í hverfi íþróttafélagsins eða hafi æft íþróttir með félaginu á yngri árum. Liðin sem vinna sínar viðureignir halda áfram leik þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari og verður krýnt Íslandsmeistari í Kviss spurningakeppni 2020.

Á laugardagskvöldið síðasta mættust Fylkir og Víkingur í svakalegri viðureign. Leikararnir Aron Már Ólafsson og Anna Svava Knútsdóttir kepptu fyrir hönd Víkings á móti liði Fylkis, skipað af Árbæingunum Jóhannesi Ásbjörnssyni og Hjálmari Erni Jóhannssyni.

Úrslitaaugnablikið má sjá í myndskeiðinu hér að neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing