Atburðir síðustu daga og umræður, sem skapast hafa í kringum þekktan fjölmiðlamann og meint ofbeldi hans í garð kvenna, hafa hrint af stað einskonar metoo byltingu á Twitter þar sem einstaklingar stíga fram og greina frá hinum ýmsu reynslum og gerendum.
Desember 2019. Hann er giftur, faðir, fyrrverandi vinnufélagi og (að ég hélt) traustur vinur. Ég var langt niðri og illa fyrirkölluð. Hann ætlar að kíkja í heimsókn til að „peppa“ mig upp. #metoo #twitterlogar
— Bimma Hafsteins (@geimryk) May 6, 2021
Ég var 19 ára. Hann 54 ára lögreglumaður. Ég hafði vitni. Ég sendi SMS „hjálp” til vinkonu minnar sem ræsti út lögreglu sem tók á móti mér brotinni í taugaáfalli. Það fannst dna.
Hann er ennþá lögreglumaður. Ég flúði land. Ég missti fjölskyldumeðlimi og vini. Umtöluð drusla.
— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) May 6, 2021
Gerandi minn er mágur minn og ég var sögð enda ein ef ég sætti mig ekki við að hann væri í fjölskyldunni. #metoo
— Asta G Gretarsdottir (@astagretars) May 6, 2021
Fór heim með strák. Sofnaði lyfjuð og drukkin. Vaknaði við að hann og vinur hans skiptust á að nauðga mér. Var ekki í ástandi til að stoppa þá. Þorði aldrei að segja frá eða einu sinni skilgreina þetta sem nauðgun af því að ég hafði jú valið sjálf að fara heim með honum #metoo
— Sólveig (@solveighauks) May 6, 2021
,,Skammastu þín ekkert fyrir að hafa eyðilagt fjölskylduna?“ Hvað gerði ég af mér? Jú, sagði frá því að frændi minn hefði misnotað barnunga mig kynferðislega árum saman. Að þessi kynæsandi börn skuli dirfast. #MeToo
— Linda Björk (@markusardottir) May 6, 2021
Ég hef séð dóma yfir mönnum sem gerðu brot af því sem minn gerandi gerði mér. Ég kærði aldrei en sagði frá og sökum normalíseringar ofbeldis og gerendameðvirkni var ég verðlaunuð með aktívu hatri heillar fjölskyldu gagnvart mér og hef því verið hálf munaðarlaus í áratugi. #metoo
— Sæunn I. Marinós (@saeunnim) May 6, 2021
Ég brotnaði saman þegar hann hringdi um nótt, ókunnugi maðurinn sem ég fór heim með sautján ára, og braut á mér ásamt tveimur vinum sínum. „Hringdi bara til að segja sorrí.“ Ég sagði engum og datt ekki í hug að kæra. #MeToo
— Júlía Margrét Einarsdóttir (@julia_margret) May 6, 2021
Búinn að gráta mikið í dag, virkilega erfitt að rifja upp áfallið. Samt koma upp hugsanir að þetta hafi ekki verið svo slæmt og ég sé bara að gera if mikið úr þessu. Þrátt fyrir að fara að háskæla þegar ég hugsa út í það.
— Arnar Kjartansson (@arnar111) May 6, 2021
Ég var 11 ára í fríi á Spáni með fjölskyldunni. Ókunnugur maður nýtti tækifærið meðan ég var að leika mér í sjónum og tróð hendinni á sér ofan í sundbuxurnar mínar og inní mig. Síðan þá hefur verið farið yfir mín mörk 100x Flest er ég ekki enn tilbúin að tala eða hugsa um #metoo
— Virk í Athugasemdum (@AsdisVirk) May 6, 2021
Hann suðaði allt kvöldið að fá að fara heim með mér. Á endanum gafst ég upp og samþykkti það með því skilyrði að við myndum ekki stunda kynlíf.
Við enduðum þó á því eftir áframhaldandi suð heima. Vaknaði svo 3x yfir nóttina við það að hann var að reyna að troða sér inn.#MeToo— Sólborg Guðbrands (@solborgg) May 6, 2021
Elsku þolendur ég upplifi algjöran vanmátt að lesa þessar átakanlegu sögur og veit ekki hvað ég get gert eða sagt en ég stend með ykkur ❤️
— gunnare (@gunnare) May 6, 2021
Karlar passa uppá karla sama hvað var stærsta lexían sem ég lærði og samt var ég bara nemandi og þeir allir valdamenn í vísindaheiminum
— Sandra Snæbjörnsdóttir (@sandrasnaebj) May 6, 2021
Ég var 5 ára hann var 25 ára. Hann sagðist hafa ruglast á mér og konunni sinni #MeToo
— Ása Lind Finnboga (@AsafLind) May 6, 2021
Var 22 nýhætt í löngu sambandi, hann var edrú og ég full fannst hann óþægilegur þegar við vorum að sofa saman svo ég sagðist vilja bara fara að sofa. Hann beið þá bara eftir að ég sofnaði ? er ennþá að díla við áfallastreituna ? #MeToo
— Þorgerður María Þorbjarnardóttir (@stelpurofan) May 6, 2021
Ég er enn ekki tilbúin að tjá mig um ofbeldið sem ég varð fyrir. Rúmum sex árum seinna er ég loksins komin í sálfræðimeðferð. Ég dáist svo innilega að þeim sem færa skömmina þangað sem hún á heima. Einn daginn mun ég komast á sama stað. #metoo
— Steinunn Björk (@stoniem) May 7, 2021
Ég var ung og reynslulaus. Ég vissi ekki betur. Ég sagði nei, oft… Hann hlustaði ekki á mig. Að lokum leyfði ég honum að klára sitt. Man hvað þetta var sárt. Síðan sagði ég vinkonum mínum að ég hefði misst meydóminn. Alltof seint áttaði ég mig á því að þetta var nauðgun #MeToo
— Kristjana Runars (@Krissa_95) May 7, 2021
Fyrir hverja reynslusögu eru ótalmörg önnur atvik sem eru þögguð niður, fólk sem hefur þurft að „keep it together“ í guðmávitahvað langan tíma. Að velja það að trúa ekki þegar þolendur segja frá er fokking ömurlegasta take í heimi.
Áfram þið, #metoo er magnað verkfæri ♥️— Magnús Halldór Páls. (@helvitismaddi) May 6, 2021
Þegar ég var 17 var mynd af mér deilt á samfélagsmiðlum. Myndin sýndi KK áreita mig með því að setja hendur inna nærbuxur mínar á meðan ég var sofandi áfengisdauða í sófa, fólki fannst þetta sjúklega fyndið og man hvað ég skammaðist mín mikið og kenndi mér um að vera full #metoo
— Kristjana Runars (@Krissa_95) May 6, 2021
Honum fannst leiðinlegt að ég upplifði það þannig. Thats it. Svo hafði hann reglulega samband þangað til ég var búin að blokka hann allsstaðar. Hann einlæglega tók ekki mark á mér. Treysti konum betur en kerfinu og sagði frá í lokaðri fbgrúppu. #MeToo
— Elísabet Ólafsdóttir (@betan) May 6, 2021
Gerandinn minn hótaði að drepa sig ef ég segði frá og reyndi að guilt-trippa mig með að honum líði verr en mér yfir því að hafa nauðgað mér; þessi maður hefur á undanförnum árum síðan nýtt hvert tækifæri sem hann fær í fjölmiðlum til að tala um mannkærleika og samstöðu #metoo
— Steinunn Ólína (@SteinunnOlina) May 6, 2021
Eftir ítrekuð kynferðisbrot yfir æfina, af ókunnugum og kunnugum, stóð ég loksins upp fyrir sjálfri mér og kærði. Hann er starfandi lögfræðingur. Hann var sýknaður. Ég missti allt í lífinu mínu. Núna er ég í laganámi til að verja fólk eins og mig, frá fólki eins og honum. #metoo
— Ragnheiður Lilja (@RagnheidurLilja) May 6, 2021
Ég var einu sinni að æfa í World class í Fellsmúla og í eitt skiptið mætti ég óvænt geranda í andyrinu. Ég hélt ég væri búin að gera allt upp og þetta væri ekkert mál. Fraus, ældi og fór aldrei þarna inn aftur, þakkaði fyrir að ég var þarna með vinkonu #metoo
— Heiða Björg (@heidabjorg) May 6, 2021