Andapollurinn við Sundlaugina á Akureyri var þrifinn og tæmdur í gærmorgun. Vegna hárrar sjávarstöðu safnaðist mikið vatn saman á mótum Drottningarbrautar og Kaupvangsstrætis í kjölfarið. Þetta kemur fram á norðlenska vefnum Kaffið.is.
Vatnið úr Andapollinum kom upp um holræsin og flæddi yfir göturnar en því var reddað fljótlega þegar dælubíll kom og fjarlægði vatnið.