Íslenska kvikmyndin Dýrið vakti gríðarlega athygli þegar hún var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hún fékk verðlaun fyrir frumleika í Un Certain Regard keppninni og erlendir fjölmiðlar kepptust við að ausa hana lofi.
Eftirvænting fyrir frumsýningu hennar fer vaxandi eins og áhorfið á einstaklega vel heppnaða alþjóðlega stikluna sýnir okkur. Á rúmri viku er búið að horfa á stikluna tæplega 1.8 milljón sinnum á Twitter reikningi A24 og 2.6 milljón sinnum á vinsælustu útgáfuna á Youtube til viðbótar. Þá eru ótalin milljón áhorf á Facebook og hundruð þúsund áhorfa á aðrar útgáfur af stiklunni á Youtube:
Einnig er gaman að segja frá því að áhorf og viðbrögð við Dýrið stiklunni hefur farið fram úr öllum A24 myndum, þar með talið Midsommer og Lighthouse, sem voru fram til þessa þær A24 myndir sem náð hafa mestri athygli á heimsvísu. En bandaríska framleiðslu-og dreifingarfyrirtækið A24 tryggði sér sýningarrétt að Dýrinu í Norður-Ameríku: https://a24films.com/
Myndin var tekin upp í Hörgársveit. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón.