Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson opnaði í dag MiniGarðinn.
MiniGarðurinn er 1.900 m² staður með tvo minigolfvelli, veitingastað og sportbar.
„Þetta er gömul hugmynd og gamall draumur má segja sem fékk byr undir báða vængi í fyrra þegar ég sá eiginlega alveg eins garð í London,“ sagði Sigmar í viðtali við Sindra Sindrason í Ísland í dag á dögunum.
„Þetta var hugmynd sem ég varð með fyrir Skemmtigarðinn í Smáralind. Svo fer það á ís en svo sé ég þetta í London og verð eiginlega að gera þetta eftir það. Kveikjan af þessu er aðallega að við búum á Íslandi og hér er allra veðra von og afþreying innandyra er eitthvað sem ég held að þurfi að vera til staðar.“
„Þeir eru svona aðeins stærri heldur en venjulegt minigolf sem við þekkjum hér á Íslandi. Þú spilar í rauninni bara einn völl og það tekur þig svona 45 mínútur að fara hringinn.“