Auglýsing

Minnast John Lennon á áttræðisafmælinu:„Við söknum þín maður“

Bítillinn John Lennon hefði fagnað áttræðisafmæli sínu í dag, hefði hann lifað.

Félagar hans, Sir Paul McCartney og Ringo Starr, minnast hans báðir á samfélagsmiðlum sínum en Lennon lést árið 1980 í New York, þegar hann var skotinn.

McCartney deilir svart/hvítri mynd af þeim félögum á Instagram og skrifar:„Ég elska þessa mynd, hún minnir mig á það hversu nánir við vorum. Til hamingju með áttatíu ára afmælið. Ástarkveðja Paul.“

Ringo birti einnig mynd á Instagram og skrifaði:„Fögnum áttræðisafmæli John á föstudaginn. Ég sakna þín ennþá, friður og ástarkveðja til Yoko Ono og Julian.“

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í kvöld, föstudag, í tilefni afmælis Lennon. Sjá einnig hér: Friðarsúlan í Viðey tendruð

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing