Fyrsta barna- og unglingamót Hjólreiðadeildar Vestra, Ungduro Ísafjörður, fór fram á sunnudaginn.
Ungduro er barna- og unglingaútgáfa af enduro keppnisformi í fjallahjólreiðum þar sem allir keppendur hjóla langa leið en aðeins er keppt á merktum sérleiðum sem aðallega eru niður í móti.
Þetta er þriðja ungduro mótið sem haldið er á Íslandi og það fyrsta sem haldið er fyrir vestan. Fullorðinskeppnir hafa þó verið haldnar á Ísafirði síðustu ár og fer næsta keppni fram 15. ágúst.
,,Mótið tókst vel í alla staði og má telja víst að mótahald af þessu tagi verði fastur liður í starfsemi Hjólreiðadeildar Vestra í framtíðinni,” segir á síðu íþróttafélags vestra
Björgvin Hilmarsson ljósmyndari var á staðnum og smellti af glæsilegum myndum sem má skoða vefsíðu Björgvins.