Auglýsing

Mosfellingur ársins

Athafnamaðurinn Sigmar VIlhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, hefur verið útnefndur Mosfellingur ársins 2020. Það er bæjarblaðið Mosfellingur sem stendur fyrir valinu. Greint er frá þessu á vefn­um Mos­fell­ing­ur.

Simmi hefur undanfarin ár átt mikilli velgengni að fagna í veitingarekstri. Hann stofnaði Hamborgarafabrikkuna á sínum tíma en rekur nú nokkra veitingastaði.

„Ég hef brallað ýmislegt í gegnum tíðina en minn fyrsti sjálfstæði rekstur var þegar ég stofnaði Hamborgarafabrikkuna. Ég hef víðtæka reynslu og þegar ég stóð frammi fyrir því ásamt viðskiptafélaga mínum honum Óla Val að skipuleggja hvað skyldi gera við gamla Arion banka húsið þá kviknaði sú hugmynd að opna hverfisstað í Mosfellsbæ. Úr varð að við opnuðum Barion í lok árs 2019 ásamt því að reka Hlöllabáta í sama húsnæði.“

„Við lögðum upp með að skapa stað fyrir alla Mosfellinga, bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil á góðu verði, góða þjónustu ásamt því að standa fyrir alls konar viðburðum.
Okkur hefur verið tekið rosalega vel og fyrir það erum við þakklátir. Á árinu opnuðum við einnig Barion Bryggjuna og Mini­garðinn, en þess má geta að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru og verða í Mosó,“ segir sem segist alls ekki getað flutt úr bænum núna eftir þessa nafnbót.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing