Auglýsing

Myndi bjarga myndavélinni úr brennandi húsi

Hús og híbýli kíkti nýverið til Sesselíu Dan Róbertsdóttur sem býr í nýrri íbúð við Þúfulæk á Selfossi ásamt kærasta sínum, Gunnari Bjarna Oddssyni. Sesselía er mikill fagurkeri og fékk mikla útrás fyrir sköpunarkraftinn við að koma sér fyrir á nýju heimili. Sesselía svaraði til að svara nokkrum spurningum.

Stærð og byggingarár íbúðar? „Húsið var byggt árið 2021 og er 111 fermetrar.“

Hvaða einum hlut myndirðu bjarga úr brennandi húsi? „Myndavélinni minni. Gunni gaf mér hana í útskriftargjöf síðasta vor og hún er ein af mínum uppáhalds og mest notuðu hlutum.“

Uppáhaldsrými eða staður í húsinu? „Eldhúsið er held ég mitt uppáhalds rými í augnablikinu. Okkur tókst mjög vel til með hönnunina á því rými og úr varð mitt draumaeldhús. Bjart og fallegt en með nægu skápaplássi fyrir alla þá hluti sem við þurfum að geyma.“

Ef þú ættir að gefa eitt gott ráð fyrir fólk sem er að koma sér fyrir á nýju heimili, hvaða ráð væri það? „Að gefa sér góðan tíma í að koma sér fyrir og fá tilfinningu fyrir rýminu áður en öll húsgögn eru valin. Það eykur líkur á að þú vandir valið á því sem þú kaupir og verðir þar af leiðandi ánægðari með útkomuna.“

Áttu þér eitthvert draumahúsgagn? „Wishbone-stóllinn eftir Hans J. Wegner hefur lengi verið á óskalistanum ásamt Model 2065-ljósinu eftir Gino Sarfatti.“

Ef þú yrðir að mála alla íbúðina í einum lit, hvaða litur yrði fyrir valinu? „Við erum nú þegar með einn lit á nánast öllu húsinu að undanskildum tveimur herbergjum, litinn ½ Sandur frá Slippfélaginu og ég er mjög ánægð með hann.“

Hvaða hlutur á heimilinu gleður augað mest? „Ég er voða skotin í plakatinu í eldhúsinu. Það er svo litríkt og fallegt og smellpassar við hliðina á hillunni.“

 

Umsjón/ Guðný Hrönn
Myndir/ Hákon Davíð

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing