Auglýsing

Nanna Kristín tilnefnd til Norrænna kvikmynda verðlauna

Nanna Kristín Magnúsdóttir hefur verið tilnefnd til verðlauna norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fyr­ir besta hand­ritið í flokki sjón­varpsþáttaraða á Norður­lönd­um fyrir handritið að Pabbahelgum.

Fimm norrænar þáttaraðir eru tilnefndar til verðlauna Nordisk film og TV Fond fyrir framúrskarandi handrit. Nanna Kristín Magnúsdóttir er höfundur Pabbahelga, skrifar þættina, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið.

Eftirfarandi þættir og handritshöfundar eru tilnefndir:

  • 22. juli, Noregur – Sara Johnsen
  • Kalifat, Svíþjóð – Wilhelm Behrman og Niklas Rockström
  • Pabbahelgar, Ísland – Nanna Kristín Magnúsdóttir
  • Paratiisi, Finland – Matti Laine
  • Når støvet har lagt sig, Danmörk – Dorte Høgh og Ida Maria Rydén

Verðlaunin verða afhent á alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Gauta­borg 30. janúar. Verðlaunaféð nemur 200.000 norskum krónum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing