Auglýsing

Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti afhent í dag

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, sem haldinn er hátíðlegur þann 16. september ár hvert, afhendir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Efnt verður til dagskrár í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1, kl. 13:30 í dag.

Þar mun ráðherra undirrita friðlýsingu vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár og tilkynnt verður hver hljóti náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Einnig undirritar ráðherra staðfestingu á að íslensk stjórnvöld hafi tekið Bonn-áskoruninni svo nefndu, sem felur í sér það markmið að árið 2030 vaxi birkiskógar á 5% landsins, í stað 1,5% nú.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing