Auglýsing

Neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok:„Þetta var svo­lítið blaut tuska í and­litið”

Guðmunda Áróra Páls­dótt­ir greindi frá því á facebook síðu sinni í gærkveldi að einhver hefði sett upp haturssíðu sem beindist gegn dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok.

TikTok er smáforrit þar sem fólk deilir myndskeiðum og er mjög vinsælt meðal barna og unglinga um allan heim. Hver sem er get­ur skoðað miðil­inn og hver sem er getur búið sér til aðgang, nafn­laust.

„Aldrei hélt ég að þetta myndi gerast en í kvöld komst ég að því að einhverjir óprúttnir aðilar eru búnir að búa til síðu á forritinu Tiktok undir nafninu hötum Rúnu! Hjartað mitt er gjörsamlega í molum.”

„Ég hef alltaf brýnt fyrir mínum stúlkum að einelti liðum við ekki á þessu heimili og aldrei skuli taka þátt í því og segja frá ef einhver sé að leggja einhvern annan í einelti en núna er verið að leggja mitt barn í net einelti sem er hrikalegt þar sem ekki er hægt að rekja slóðina nema með hjálp annara foreldra, því bið ég um alla foreldra barna með þetta forrit að fara vel yfir símana þeirra og passa uppa að þau séu ekki að taka þátt í svona löguðu og brýna fyrir þeim hversu alvarlegt svona er sama hvort það sé á netinu eða ekki við vitum aldrei hvað svona ungir krakkar gætu gert þegar þau fá svona ljót skilaboð.”

Mikilvægt er að fylgjast með hvað börnin eru að gera á þessum síðum en haturssíður eins og þessar skipta tugum inn á forritinu. Dóttir Guðmundu vissi af síðunni en sagði ekki frá henni heldur fréttu foreldrar hennar af síðunni í gegnum þriðja aðila.

„Hún var hrædd um að við yrðum reið sem er nátt­úru­lega al­veg galið en auðvitað eðli­leg viðbrögð hjá tíu ára gömlu barni,“ seg­ir Guðmunda. Þetta kom fram á vef Rúv.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing