Bíó Paradís býður uppá norræna kvikmyndaveislu í tilefni Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Vegna aðstæðna verður dagskráin með breyttu sniði í ár en allar tilnefndu myndirnar fimm verða sýndar í Bíó Paradís dagana 22. – 26. október. Auk þess verða myndirnar aðgengilegar á netinu frá og með 22. okt. Allar myndirnar verða sýndar með enskum texta.
ATH! Mjög takmarkaður miðafjöldi er á sýningar í Bíó Paradís og verður hver mynd eingöngu sýnd einu sinni.
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta skipti árið 2002 á hálfrar aldar afmæli Norðurlandaráðs, en síðan kvikmyndaverðlaunin festust í sessi árið 2005 hafa þau verið veitt árlega um leið og önnur verðlaun ráðsins. Verðlaunaafhendingin átti að fara fram við hátíðlega athöfn í Reykjavík þann 27. október en vegna Covid-19 faraldursins verða þau veitt í sérstakri sjónvarpsútsendingu á Rúv í staðinn.
Nánari upplýsingar um kvikmyndaverðlaunin og sýningar Bíó Paradís má finna hér: https://bioparadis.is/vidburdir/kvikmyndaverdlaun-nordurlandarads-2020/
Myndirnar fimm sem eru tilnefndar eru:
Bergmál/Echo – Ísland
Dogs Don’t Wear Pants – Finnland
Uncle – Danmörk
Charter – Svíþjóð
Beware Of Children – Noregur