Miklar umræður hafa skapast í þjóðfélaginu síðustu daga um fjölmiðlamanninn Sölva Tryggvason og meint ofbeldi hans í garð kvenna. Einnig hefur fjöldinn allur af konum stigið fram og sagt frá sinni reynslu af ofbeldi.
Twitter-samfélagið lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja í þessari umræðu.
Samfélagið virkilega að sýna afhverju ég kærði ekki gerandann minn
— Alma Dögg (@almagurka) May 6, 2021
Ég var 14 ára. Hann var kennarinn minn. Ég var sögð vera að slúðra og skemma mannorð hans #metoo
— Kratababe93 ? (@ingabbjarna) May 6, 2021
Hvenær sá ég karlmann síðast gráta opinberlega yfir heimilisofbeldi eða nauðgun? Æ, já. FOKKING ALDREI.
— Hildur Ýr Ísberg (@Hildurisberg) May 5, 2021
Segjum að random maður væri ásakaður um ofbeldi sem hann beitti ekki. Hvort væri eðlilegra að hann nýtti sína rödd til að fordæma ofbeldi og hvetja þolendur til að standa með sjálfum sér eeeeða siga hálfri þjóðinni froðufellandi á þau sem ræddu málið )m.a.s. án nafngreiningar)?
— Sæunn I. Marinós (@saeunnim) May 5, 2021
Ja detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði. Þessu átti ég sko ekki von á! Eins og þruma úr heiðskíru. Krosstré að bregðast. Öðruvísi mér áður brá. Aldrei hefði ég nú trúað þessu. Nú er ég aldeilis hissa. Hvern hefði grunað? Ég er aldeilis rasandi. Hættu jú alveg. pic.twitter.com/45mYW7Tf5a
— Þórunn Jakobs (@torunnjakobs) May 5, 2021
Bjallan á Fabrikkunni hringir í hvert skipti sem brotið er á karlkyns geranda
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) May 5, 2021
Hryllilegt að lesa frásagnir þessara kvenna í gærkvöldi og stór hluti viðbragðanna eru nýr lágpunktur. Ég trúi þeim og vona að réttlætinu verði fullnægt.
— Atli Fannar (@atlifannar) May 6, 2021
Merkilegt hvað það er ótrúlega mikill fjöldi af konum sem hafa upplifað ofbeldi en svo eru bara engir gerendur
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) May 3, 2021
Mikið væri gott ef að allar þær konur sem segja frá kynbundu og kynferðislegu ofbeldi fengu sömu samúð og stuðning frá íslenskum karlmönnum og Sölvi hefur fengið
— Lilja Kristjáns (@liljakristjans) May 5, 2021
Eru þessir kallar eitthvað að FOKKA Í MÉR??? Ég er á móti skrímslavæðingu gerenda en get your shit together og fariði til sálfræðings eins og við hin.
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) May 5, 2021
Næst myndi ég vilja sjá viðtal við þolanda kynferðisofbeldis að lýsa því í miðju áfalli hvernig tilfinningin er, og svo myndband af manni að horfa á það og gráta með.
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) May 5, 2021
Ég gæti í alvöru exposað svo marga ofbeldisfulla fanta. Ykkur. Vini ykkar. Frændur. Fyrrverandi kærasta. Sæta. Vel menntaða. Ómenntaða. Ríka. Íslenska.
En konu verður aldrei raunverulega trúað á meðan karl segist saklaus, er það nokkuð?
— Sólborg Guðbrands (@solborgg) May 4, 2021
Hvað gerist ef þú trúir frásögnum (meintra) þolenda frægs manns og tjáir þig um það? Þú ert sjeimaður.
Hvað gerist ef (meintur) gerandi lýsir sig saklausan? pic.twitter.com/OMPBJHzJYA
— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) May 5, 2021
Þrátt fyrir að hafa ítrekað orðið fyrir ofbeldi hefur mér aldrei dottið í hug að kæra. Engar sannanir, ég kenndi sjálfri mér um, ég skildi ekki að þetta væri ofbeldi fyrr en áratug seinna, og fleiri ástæður. Enginn dómur/kæra er EKKI það sama og enginn glæpur. ÉG TRÚI ÞOLENDUM.
— Sólveig Johnsen (@solskinssolveig) May 5, 2021
Ég trúi ekki að það þurfi að cancella öllum gerendum. Né að það þurfi að loka þá alla inni eða að þeir þurfi að drepa sig eða yfirgefa samfélagið.
Þeir þurfa bara að taka ábyrgð á gjörðum sínum og gera betur. Ef þeir gera það ekki má alveg loka þá inni eða cancella þeim.— Elín Jósepsdóttir (@elinjoseps) May 5, 2021
Eitt af því sem samfélagið á enn hvað erfiðast með að taka á er þegar „gott fólk“ gerir vonda hluti eða „vont fólk“ gerir góða hluti.
Mín reynsla: Mjög varasamt að draga stórar ályktanir um það hvað einhver hafi eða hafi ekki gert þó við þekkjum þau „af góðu einu“ (eða öfugt).
— Hjálmar Gíslason (@hjalli_is) May 6, 2021
kannski að nefna að ef fólk ætlar að tala um þetta sem “cancel culture” (hvað sem það er) þá var það hann sem gerði þetta opinbert, þær fóru með þetta “réttu leiðina” (kærðu til lögreglu)
— Steindor Jonsson (@steindorjonsson) May 5, 2021
Ef þolendur gætu tjáð sig um ofbeldi og reiknað með viðlíka stuðningi og menn fá við að sverja af sér ofbeldi værum við nær því að vera samfélagið sem fullt af konum hafa hreinlega misst heilsuna við að berjast fyrir
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) May 6, 2021