Nútíminn birti á dögunum fyrstu stikluna úr íslensku þáttaröðinni Kötlu, sem framleidd var fyrir Netflix.
Þættirnir eru átta talsins og verða teknir til sýninga um allan heim þann 17. júní.
„Þegar Katla hefur gosið samfellt í eitt ár er Gríma ennþá að leita að systur sinni sem hvarf daginn sem eldfjallið hóf að gjósa. Þegar von hennar um að finna lík systur sinnar fer dvínandi fara íbúar á svæðinu að fá heimsóknir frá óvæntum gestum. Kannski leynist eitthvað undir jöklinum sem enginn gat séð fyrir.“ segir í tilkynningu.
Þáttaröðin kemur úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks og skartar frábærum hóp leikara. Þar má nefna meðal annars Guðrúnu Ýr Eyfjörð (GDRN), Ingvar Sigurðsson, Þorstein Bachmann, Guðrúnu Gísladóttur, Baltasar Breka, Björn Thors, svíana Aliette Opheim and Valter Skarsgård og fleiri.
Nú er komin ný og lengri stikla sem gefur áhorfendum stærri og betri mynd af þáttunum.