Auglýsing

„Nýkjörinn“ forseti Venesúela skorar á Elon Musk í bardaga í sprenghlægilegu myndbandi

Nú þegar mörgum finnst að varla sé hægt að toppa undanfarna daga og vikur í fáránleika og undarlegheitum þá kemur Nicolas Maduro og toppar flest annað en Maduro er forseti Venesúela. Maduro var kosinn forseti landsins í kosningu sem þykir sérlega umdeild og eru uppi háværar raddir um kosningasvindl.

Ein af þessum röddum er milljarðamæringurinn sérvitri, Elon Musk sem er eigandi samskiptamiðilsins X, áður þekktur sem Twitter. Musk hefur sakað Maduro um kosningasvindl og kallaði hann einræðisherra sem ætti að hunskast í burtu.

Þessi ummæli Musk hafa greinilega ratað til Maduro forseta en hann tók sig til og skoraði Elon Musk í bardaga fyrir framan myndavélar og þykir myndbandið sérlega hlægilegt og vandræðalegt.

Skorar Musk á hólm

Maduro lét ansi skrautleg orð falla í myndbandinu og lausleg þýðing á orðum forsetans er eitthvað á þessa leið:

„Samfélagsmiðlar búa til sýndarveruleika og þessum sýndarveruleika stjórnar nýr erkióvinur okkar, Elon Musk! Viltu slást? Þá skulum við slást, til er ég! Ég er ekki hræddur við þig Elon Musk. Berjumst, hvar sem þú vilt!“

Það stöðvaði þó ekki Musk í að skoða myndbandið og svara um hæl að hann myndi taka áskorun forsetans og sagði hann að Maduro myndi guggna á tilboðinu. Hvort af bardaganum verður er óvíst en óhætt er að segja að bardaginn myndi vekja heimathygli ef hann skyldi fara fram! Helstu atriði myndbandsins er hægt að skoða hér fyrir neðan ásamt skjáskoti af Musk samþykkja tilboð forsetans.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing